Lýðræðisflokkurinn - fyrir land og þjóð
Lýðræðisflokkurinn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Þessi nýju stjórnmálasamtök eru byggð á heiðarleika og þeim gildum sem best hafa reynst. Við erum tilbúin að fara í þessa baráttu með öllu því hugrakka og velviljaða fólki sem vill heyja hana með okkur af heilu hjarta, með réttsýni og visku að leiðarljósi, fyrir landið okkar, Ísland.
Fyrir land og þjóð
Við alla lagasetningu skal spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Neðangreind forgangsatriði Lýðræðisflokksins einkennast af áherslu á vaxtamál, aukið einstaklingsfrelsi á öllum sviðum og að hagsmunir Íslendinga séu loksins settir í fyrsta sæti.
Með breytingum á reglugerðum um seðlabanka Íslands
bætum við vaxtakjör landsmanna.
„Frammi fyrir aðsteðjandi ógnum er okkur bæði rétt og skylt að verja þá samfélagsgerð sem við sjálf höfum fengið að njóta góðs af, þar sem börnin okkar geta verið frjáls og örugg. Þessi vörn þarf að eiga sér stað á opnum og lýðræðislegum vettvangi, þar sem allir fá að láta rödd sína heyrast á jafnræðisgrunni,
skrumskælingarlaust. Þessar leikreglur þarf að virða svo að lýðræðið verði ekki að blekkingarvef. Stjórnmálaflokkar eru kosnir á grundvelli loforða sem þeir sjálfir gefa og gangi þeir á bak orða sinna eiga kjósendur ekki að una því andmælalaust.
Stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar, ekki hagsmuni stjórnmálamanna. Lýðræðið má ekki verða flokksræði að bráð. Kjörnir fulltrúar hafa ekki umboð til að leggja ákvörðunarvald í hendur ókjörinna embættismanna. Ákvörðunarfælið fólk á ekki erindi í stjórnmál.
Stjórnmálamenn eiga ekki að gerast blaðafulltrúar ráðandi afla í von um að halda starfi sínu. Þrýstihópar mega ekki ná tangarhaldi á ríkisvaldi.
Íslenskir kjósendur hafa aldrei samþykkt að alþjóðlegar stofnanir ákvarði stefnu íslenskra stjórnvalda og að sú stefna sé innleidd hér án umræðu.“
Nýlegar greinar
-
Vopnakaup eru landráð
2024-11-08
-
Íslenskan og menningararfurinn
2024-11-08